icon picker
Er ég einhverf?

1
There are no rows in this table
Ef þú ert að pæla hvort þú eða einhver nákomi(n/ð/nn) þér sé einhverf(t/ur) þá ertu kannski líka að velta fyrir þér næstu skrefum.

Sjálfsgreining, einhverfuskimun eða einhverfugreining?

Sjálfsgreining

Fyrir mörg er nóg að sjálfgreina sig. Þú getur helst gert það með því að kynna þér einhverfu og hvernig einhverft fólk skynjar og upplifir heiminn.
Það er meðal annars hægt að gera með því að skoða þessa vefsíðu.
Einnig hefur það hjálpað mörgum að fylgjast með og taka þátt í umræðum á netinu og/eða hitta einhverft fólk. Þá getur þú séð hvort þú tengir við upplifanir þeirra og sögur. ​(Hægt er að finna hlekki á Facebook grúppur og lista yfir hittinga í .)
Hlaðvörp eru annar góður staður til að heyra aðra einhverfa tala um sig og sínar upplifanir. Til eru mörg þar sem þú getur speglað þig í umfjöllunarefninu og séð hvort þú tengir við fólkið.

Það er margþætt og langt ferli að greina sjálfan sig. Þú ert löngu byrj(uð/að/aður) á því, jafnvel þótt þú sért bara nýlega að kafa dýpra.
Mjög margir upplifa imposter syndrome í þessu ferli en einhverft fólk er almennt á því að sjálfsgreining er fullkomlega gild. Það er óþarfi að fá greiningu frá fagaðila til að vera hluti af einhverfusamfélaginu og skilgreina sig sem einhverfa manneskju. Ekki hlusta á neinn sem gagnrýnir sjálfsgreininguna þína sem “hugdettu eftir að hafa horft á nokkur TikTok”, þetta er svo miklu meir en það. Allt sem þú hefur skoðað, lesið, speglað þig í og kannað kemur inn í þetta.

Þú ert ekki að taka frá neinum með því að segja “Ég er einhverf”.


Hægt er að skoða efni tengt greiningum hér:
Skoða efni tengt sjálfgreiningum
Mörgum finnst hjálplegt að taka sjálfspróf á netinu til að staðfesta sig í trú sinni, t.d. á Embrace Autism:

Skimun og greiningar

Mörg sem ákveða að fara í skimun eða greiningu hafa að minnsta kosti greint sjálf sig að hluta. Þau gætu hins vegar viljað fá staðfestingu á því hjá fagaðila. Annað hvort til að minnka efa hjá sjálfu sér og fjölskyldu eða af því að þau þurfa skjal til að framvísa í skóla- eða heilbrigðiskerfinu.
Skimun er oftast nóg fyrir þau sem falla í fyrri flokkinn en stundum þarf greiningu fyrir þau í seinni flokknum. Fyrir nánari upplýsingar um hvert er hægt að fara í skimun/einhverfumat mælum við með að senda fyrirspurn á Einhverfusamtökin ().
Pósturinn þarf ekki að vera ítarlegur, bara spurning um hver fyrstu skref eru í átt að skimun eða greiningu.
Sæl,
Gætuð þið leiðbeint mér hvar er best fyrir fullorðna að komast í skimun eða greiningu?
Bestu kveðjur, (Nafn)
Almennt er tvennt í stöðunni fyrir fullorðna sem vilja fara í greiningu.
Annars vegar er hægt að fara í skimunarpróf (ADOS). Það dugar hinsvegar ekki endilega hjá TR eða félagsþjónustunni. Þau vilja stundum vottorð frá lækni eða sérfræðingi.
Hins vegar er hægt að fá fullnaðargreiningu hjá sálfræði- og læknaþjónustunni Sól () en þar starfa ýmsir sérfræðingar sem geta gert fullnaðargreiningu.
Mikilvægt er að kanna með kostnað áður en farið er af stað í greiningarferlið, en það getur orðið umtalsvert ef um er að ræða fullnaðargreiningu.

Hvernig nálgast ég gott og heilbrigt efni um einhverfu á leitarvél?
Það er gott að hafa tölvulæsið í lagið þegar leitað er að upplýsingum um einhverfu á erlendum síðum. Það er mikið af síðum sem hugsa bara um einhverfu sem neikvæðan sjúkdóm eða eitthvað sem þarf að þjálfa úr börnum. Það er ekki efni sem þú vilt treysta á.
Þegar þú leitar á leitarvél, t.d. að upplýsingum um að stimma, þá er best að skrifa enska orðið og skrifa autistic með en ekki autism.
Dæmi: “stimming autistic”.
Ef það hjálpar ekki þá er gott að bæta við actually autistic. Þetta er vegna þess að síður sem nota “with autism” eru oft gamaldags en nú til dags nota flestir einhverfir “autistic” um sjálfan sig.
Eins er gott að vara sig á autismspeaks.com og svipuðum síðum og hafa augun með ABA (Applied Behavioural Analysis) því sú tækni er einmitt ekki jákvæð í garð einhverfra. Það getur þá jafnvel verið sniðugt að setja -aba í leitarvélina eða eitt af orðunum t.d. -behavioural. Þetta þýðir að leitarvélin leitar að síðum sem innihalda ekki þessi orð.

Want to print your doc?
This is not the way.
Try clicking the ⋯ next to your doc name or using a keyboard shortcut (
CtrlP
) instead.